Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Úr grennstu átt

Það skildi enginn láta framhjá sér fara aðsenda grein stjörnuhjónanna Jóns Baldvins og Bryndísar í sunnudagsmogganum. Þar saka þau bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ um hroka og yfirgang vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda í bænum.

Hvað eigum við eiginlega að gera við þessi hjón? Þau hafa fyrir löngu fest sig í sessi sem snobbaðasta fólk landsins og ég hreinlega man ekki hvenær þau töluðu öðruvísi en niður til nokkurrar einustu manneskju, en þau hafa náttúrulega verið upptekin við það að níðast á Bandaríkjamönnum undanfarin ár.

Aðeins hálfur sigur var unninn þegar okkur tókst að losna við hjónin úr landi. Það væri ofsögum sagt að þau hafi verið okkur til sóma handan Atlantshafsins en ég verð þó að viðurkenna að ég hefði svo sannarlega viljað mæta í sendiráðsveislu hjá þeim. Hvernig ætli samræðurnar hafi verið? Jón hefur þvílíkan viðbjóð á Bandaríkjunum að hanna þarf nýtt hugtak yfir það og ekki hefur hann mikið meira álit á okkur Íslendingum, enda grípur hann nú hvert tækifæri til að minna okkur á hvað við erum nú vonlaus. Við þetta bætist svo eins og eitt baðkar af áfengi á kvöldi hverju og við ættum að fá ansi athyglisverða veislu. Ég þekki nokkuð marga sem litið hafa til hjónanna í veislu vestanhafs og allir segja sömu sögu, ríkisstyrkt áfengisneysla. Ég hef reyndar einu sinni séð Jón edrú, en það var á hádegisfundi.

Nú eru þau komin heim, hætt að vinna en enn jafn æðisleg. Í guðanna bænum lesið þessa aðsendu grein þeirra, hún er alveg hreint frábær. Fyrir það fyrsta vilja þau að hætt sé við vegaframkvæmd í bænum því Sigurrós hefur æfingahúsnæði í grenndinni og þyrfti að flytja. Hinir geta bara gengið. Í öðru lagi eru þau að sjálfsögðu á móti myndbandaleigum, bensínstöðvum og Kenchicken vegna þess að það minnir óþægilega mikið á hörmungardvölina í Bandaríkjunum.

Ég segi; sendum hjónin aftur út. Reisum sendiráð þar sem öllum er sama um Ísland þannig að við höfum ekkert orðspor sem þau geta svert. Það kostar eflaust einhverja formúu, en lífsgæði Íslendingar myndu batna svo umtalsvert við það að ég held við höfum efni á því.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband